Veðuryfirlit
700 km ANA af Langanesi er allvíðáttumikil 984 mb lægð sem fer NA og grynnist. 400 km ANA af Hvarfi er vaxandi 994 mb lægð sem þokast NA. – Samantekt gerð: 07.10.2022 15:03.
Veðurhorfur á landinu
Allvíða fremur hæg breytileg átt í kvöld og þurrt veður.
Suðaustan og austan 5-13 m/s á morgun og rigning með köflum eða skúrir, en sums staðar slydda á norðanverðu landinu. Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg breytileg átt og bjartviðri. Suðaustan 8-13 m/s og rigning seint í nótt. Sunnan 5-10 og skúrir á morgun. Hiti 3 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Gengur í norðan 18-25 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll. Mikil slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, rigning með austurströndinni, en úrkomuminna sunnanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast austast.
Á mánudag:
Norðan 5-10 og bjartviðri sunnan- og vestanlands. Norðvestan 13-20 og snjókoma norðaustan- og austanlands framan af degi, en lægir þar og styttir upp síðdegis. Hiti kringum frostmark.
Á þriðjudag:
Hægt vaxandi suðaustanátt og fer að rigna, en þurrt á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hlýnandi veður, hiti 4 til 9 stig um kvöldið.
Á miðvikudag:
Ákveðin suðvestanátt og rigning eða skúrir. Hiti 2 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Suðaustan- og austanátt og smáskúrir, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 1 til 6 stig.