Flestir eru ekki sammála um allt enda víða sem þessi niðurstaða kemur fram hjá félagasamtökum um allt land svo líklegast er þetta vilji félagsmanna:
- 48 dagar og enginn svæðaskipting í 12 mánuði á ári.
Ákvæði Fiskistofu um stöðvun tekin burt og 774 kg á dag.
Fjórar færarúllur í 14 klukkutíma róðri.
Einfalda regluverkið og auka aflaprósentu úr 5.3 í 8 %.
Þannig halda allir sínu og sátt næst um kerfið.
Línuívilnun verður óbreytt, rækju og skelbætur lika sem og byggðapottar líka, ávinningur fyrir allt kerfið.
Tryggja strandveiðar með hækkun á aflaprósentu.
Og gera fyrirsjáanleika fyrir strandveiðar að skipuleggja sig.

Ekki að það sé óvissa fram á síðasta dag fyrir veiðar að gefa út reglugerð á vertíð hvenær veiðar verði hafnar og stöðvaðar. Eins og kerfið er í dag er það hættulegt og ófyrirsjáanlegt og því nauðsynlegt að framkvæma þessa breytingu á því áður en það tekur fleiri mannslíf.
En vissulega er kerfið svona af mannanna völdum- Alþingi ákveður.
En er fólkið þar sem stundar þessar veiðar nei og væri því ekki bara ágætt í stað þess að gera að þvi skóna að svona og hinsegin sé kerfið gott í þeirra augum.
Að hlusta bara á vilja fólksins sem er í miðju hjarta atvinnuvegar og þarf að sjá fyrir fjölskyldu sinni með veiðum og að vera trygðir sem best að koma heim aftur af sjó í faðm fjölskyldu sinnar.
Kæra ríkisstjórn, gerið sem mest svo allir geti nýtt sér auðlind sína og geti gert það á umhverfisvænstu veiðarfæri sem hvorki ógnar lífríki né fiskistofnum þjóðarinnar og á þann máta að fólki sé tryggt öryggi og fyrirsjáanleiki. Gerið það sem þið voruð kosin til. Sem er að gæta sanngirnis og tryggja öllum landsmönnum lífvænlegt og heilbrigt starfsumhverfi og blómlegt samfélag.
Auðvitað erum við á þessum stað með okkar nýju ríkisstjórn sem liggur nú yfir því hvernig hægt er að koma þessu í gegnum stjórnarandstöðu.
En af hverju ættu þau að vinna gegn því að frekar væri farið í niðurskurð á innviðum sem tryggir líka fasta búsetu víða á landinu.
Þess vegna er þetta win-win dæmi fyrir þjóðina alla.

