Tilkynnt um ísbjarnarspor á Okinu
Veiðimaður tilkynnti nýverið til lögreglunnar á Vesturlandi um að hann hafi séð spor á jöklinum Oki í Borgarfirði sem gætu mögulega verið eftir ísbjörn.
Málið er til áframhaldandi skoðunar hjá lögreglu en vegna staðsetningar er þó talið ósennilegt af landfræðilegum ástæðum að um ísbjörn hafi verið að ræða, þ.e. að þetta sé of langt frá sjó.
Nánar er fjallað um málið á vefnum Skessuhorn.is
Umræða