Líf og fjör á bílauppboði Vöku í morgun
U.þ.b. 400 bílar voru auglýstir á nauðungaruppboði hjá Sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu, uppboðið fór fram hjá Vöku í morgun en þar voru boðnir upp u.þ.b. 100 bílar af þeim 400 sem auglýstir höfðu verið á vef sýslumanns.
Margmenni var á staðnum og sumir gerðu góð kaup en verðin voru frá 20.000kr. á bíl og upp í eina til tvær milljónir.
Hart var barist um bestu bitana en nóg var til sölu gegn staðgreiðslu til sýslumanns á staðnum.
Umræða