Til þess að komast hjá umferðartöfum biðjum við einstaklinga að huga að öðrum ferðamáta ef kostur er, sameinast í bíla sem og að virða dagsetningar boðanna, sýnum tillitssemi. Öllum 16 ára og eldri býðst örvunarskammtur þegar að lágmarki eru 5-6 mánuðir liðnir frá grunnbólusetningu.
Bólusettir einstaklingar 70 ára og eldri geta fengið örvunarskammt þegar 3 mánuðir hafa liðið frá grunnbólusetningu. Bólusett verður með mRNA Pfizer og mRNA Moderna, óháð því bóluefni sem notað var við grunnbólusetningu.
Athugið að ekki er mælst til þess að karlmenn yngri en 40 ára og konur yngri en 18 ára fái Moderna Munið að 14 dagar þurfa að líða milli inflúensubólusetningar og bólusetningar gegn COVID-19.
Send verða út boð í örvunarskammta. Þeir sem ekki hafa hafið bólusetningar eða ekki getað nýtt sér fyrri boð er velkomið að koma á auglýstum opnunartíma á Akureyri. Ekki er þörf á að hafa strikamerki með í för, bara mæta á staðinn. Börn sem hafa náð 12 ára aldri eru velkomin í fylgd forráðamanna.
- Dagsetningar næstu bólusetninga eru þessar:
- 08. des kl: 09:00-16:00 – mRNA Moderna
- 09. des kl: 09:00-16:00 – mRNA Pfizer
- 16. des kl: 13:00-15:00
- 06. jan kl: 13:00-16:00
Sjá nánar á vef embættis landlæknis:
Sjá nánar á vef stjórnarráðsins:
COVID-19: Bólusetningarátak; örvunarskammtar og óbólusettir