Hugleiðingar veðurfræðings
Það er hæð yfir Grænlandi, en víðáttumikið lægðasvæði allangt suður af landinu. Austlæg átt í dag, yfirleitt 5-13 m/s en talsvert hvassara við suðurströndina. Víða léttskýjað, en skýjað og stöku él suðaustan- og austantil. Frost 1 til 15 stig, kaldast norðan heiða, en sums staðar frostlaust við suður- og vesturströndina Hægari vindur á morgun og laugardag, en svipað veður áfram. – Spá gerð: 07.12.2023 06:23. Gildir til: 08.12.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Austan 5-13 m/s, en 13-20 syðst. Dálítil él suðaustan- og austantil, annars bjart að mestu. Frost 1 til 10 stig, en hiti í kringum frostmark við suður- og vesturströndina. Hæg austlæg átt á morgun, en 8-15 m/s syðst. Víða léttskýjað, en stöku él austanlands. Kólnar í veðri.
Spá gerð: 07.12.2023 10:28. Gildir til: 09.12.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Hæg austlæg átt, en 8-13 m/s syðst fram eftir degi. Skýjað austantil og líkur á stöku éljum, annars bjart að mestu. Frost 0 til 15 stig, kaldast á Norðurlandi.
Á sunnudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 og bjart með köflum, en skýjað og lítilsháttar él á Austurlandi. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Hæg breytileg átt og dálítil él á víð og dreif. Kalt í veðri.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt, úrkomulítið og áfram kalt, en hlýnar vestanlands um kvöldið með slyddu eða snjókomu.
Á miðvikudag:
Suðvestanátt og rigning, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Milt í veðri.
Spá gerð: 07.12.2023 08:36. Gildir til: 14.12.2023 12:00.