Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar og sent það til héraðssaksóknara. Albert er sakaður um nauðgun. Hann hefur ekkert leikið með landsliðinu frá því að rannsókn hófst.
Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, staðfestir við ríkisútvarpið að kynferðisbrotamál sem hafi verið kært til lögreglu í sumar sé komið á borð embættisins en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Umræða