Alvarlegt umferðarslys varð undir Eyjafjöllum fyrir skömmu. Viðbragðsaðilar og þyrla Landhelgisgæslunnar eru á leið á vettvang.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu rúv.is fyrr í dag að fjöldi slasaðra lægi ekki fyrir.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin á vettvang sem og aðrir viðbragðsaðilar.
Þrír eru alvarlega slasaðir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi.
Þjóðvegurinn undir Eyjafjöllum er lokaður á meðan viðbragðsaðilar athafna sig á vettvangi.
Umræða