Hugleiðingar veðurfræðings
Norðvestlæg átt í dag, víða gola eða kaldi, en hvassviðri eða stormur á Austfjörðum. Dálítil él fyrir norðan, en bjartviðri sunnan heiða. Hæðarhryggur gengur austur yfir landið síðdegis og þá dregur víðast hvar úr vindi og léttir til. Frost víða 2 til 10 stig.
Á morgun er útlit fyrir stífa sunnanátt og hlýnar ört í veðri. Meðalvindhraði víða á bilinu 15-25 m/s, hvassast norðvestantil, og snarpar vindhviður við fjöll. Talsverðri rigningu er spáð sunnan- og vestanlands seinnipartinn og líkur á asahláku á þeim slóðum. Fólk er hvatt til að fylgjast með veðurspám og viðvörunum. Spá gerð: 07.12.2024 06:08. Gildir til: 08.12.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðvestan 3-10 m/s, en 15-23 austast fram eftir degi. Dálítil él, en bjart sunnan heiða. Dregur smám saman úr vindi og léttir víða til síðdegis. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins.
Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp vestantil í kvöld.
Gengur í sunnan 15-28 á morgun, hvassast norðvestantil. Dálítil rigning eða súld, en talsverð rigning um landið sunnan- og vestanvert síðdegis. Yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýnar í veðri, hiti víða 5 til 10 stig um kvöldið. Spá gerð: 07.12.2024 09:21. Gildir til: 09.12.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Suðvestan hvassviðri eða stormur og talsverð rigning, en dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn, 8-15 og dálítil slydduél seinnipartinn. Úrkomulítið norðaustantil. Kólnar smám saman.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 og stöku él. Hiti 0 til 5 stig. Gengur í austan og suðaustan 10-18 síðdegis með slyddu og síðar rigningu og hlýnar.
Á miðvikudag:
Sunnan 8-15 og rigning, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Snýst í norðanátt, fyrst vestantil. Snjókoma um landið norðvestanvert, annars úrkomulítið. Frystir víðast hvar.
Á föstudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með éljum fyrir norðan, en bjart með köflum sunnan heiða. Frost 1 til 7 stig.
Spá gerð: 07.12.2024 08:12. Gildir til: 14.12.2024 12:00.