Á löngum tíma – mörgum áratugum – hefur það gerzt að opinbera kerfiðá Íslandi hefur sölsað til sín völd, sem því ekki ber skv. stjórnskipan landsins. Að hluta til eiga þingmenn og ekki sízt ráðherrar hlut að máli. Í stað þess að opinbera kerfið er hugsað sem framkvæmdavald, sem framkvæmi ákvarðanir Alþingis hefur það í vaxandi mæli orðið stefnumótandi – sem er að sjálfsögðu hlutverk Alþingis skv. stjórnarskrá okkar.
Ábyrgð þeirra, sem hafa gegnt ráðherraembættum á undanförnum áratugum er mikil í þessum efnum. Þeir hafa í verulegu mæli orðið þjónar embættismannakerfisins í stað þess að það á að þjóna þeim.
Það er alveg ljóst að almennir borgarar gera sér betur grein fyrir þessum veruleika og um leið veikleika í okkar þjóðfélagi heldur en þingmennirnir sjálfir.
Það er tímabært og brýnt verkefni að hefja skipulagða ogmarkvissa baráttu gegn þessari ólýðræðislegu þróun. Það þarf að gerast með tvennum hætti.
Annars vegar þarf að hefja uppstokkun á „kerfinu“. Efna til víðtækrar endurskipulagningar á því mikla bákni, sem það er orðið og skera það niður m.a. með fækkun starfsmanna.
Hins vegar er orðið ljóst að fulltrúalýðræðið ræður ekki við verkefni sín og er of veikt gagnvart hagsmunagæzluiðnaði nútímans. Þess vegna þarf að færa völdin til fólksins í ríkum mæli þannig að grundvallarákvarðanir um samfélagslegar breytingar verði lagðar undir þjóðaratkvæðagreiðslur eða í tilviki einstakra sveitarfélaga undir íbúakosningar.
Beint lýðræði verður að verða ríkari þáttur í stjórnskipan landsins.
Hvaða stjórnmálaflokkur eða flokkar eru tilbúnir til að hefjaslíka baráttu?“ – –
Kjarasamningar: Sömu meginreglur verða að gilda, hvort sem er á Alþingi eða hafnarbakkanum
,,Nú hefst alvara lífsins, þegar kemur að kjarasamningum. Í fréttum Morgunblaðsins í dag má sjá, að verkalýðsforingjarnir leggja þunga áherzlu á að samningar gildi frá áramótum.
Í þessu sem öðru mun Kjararáð þvælast fyrir viðsemjendum þeirra. Með hvaða rökum ætlar SA að segja nei við þessum kröfum, þegar horft er til þess að fyrir rúmum tveimur árum fengu þingmenn, ráðherrar og æðstu embættismenn launahækkanir greiddar marga mánuði aftur í tímann?
Grundvallaratriði í þessu er einfaldlega, að í þessu sem öðruverða sömu meginreglur að gilda, hvort sem launþeginn starfar á Alþingi eða á hafnarbakkanum.“ Segir Styrmir Gunnarsson, f.v. ritstjóri Morgunblaðsins.