Skýrsla ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi er blaut tuska ekki aðeins framan í almenning heldur líka stjórnmálamenn sem stundað hafa fyrirgreiðslu greinarinnar. Allt lykti það af pólitískri spillingu segir stjórnarmaður í Atlantic salmon fund. Ríkisútvarpið fjallar ítarlega um málið í dag.
Haraldur Eiríksson stjórnarmaður í Atlantic salmon trust, segir skýrsluna staðfesta það sem gagnrýnendur sjókvíaeldis hafi haldið fram árum saman og að sú aðferðafræði sem hin norsku fyrirtæki hafi beitt hér á landi hafi fundið sér hér frjóan jarðveg, þau hafi fengið frítt spil.
Þá er áréttað í skýrslunni að endurskoða þurfi lög frá 2019 um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og að matvælaráðuneytið þurfi að taka af allan vafa um hvort rekstrarleyfi teljist tímabundin eða ótímabundin eign. Þá bendir ríkisendurskoðun á að tryggja verði markvissa beitingu þvingunarúrræða, sekta og niðurfellingu rekstrarleyfa.
Hér er hægt að lesa frétt á rúv.is