Helstu tíðindi LRH frá tímabilinu 17:00-07:30 eru þessi:
71 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu og 7 aðilar sem vistaðir eru í fangageymslu. Ásamt neðan greindum upplýsingum sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:
Höfð voru afskipti af ökumanni sem var að aka bifreið sinni sviptur. Seinna um daginn var ökumaður bifreiðarinnar tekinn aftur undir stýri sviptur. Ökumaður bifreiðarinnar á yfir höfði sér sekt vegna málsins.
Höfð voru afskipti af ökumanni sem var að tala í farsíma undir stýri. Ökumaður á yfir höfði sér sekt.
Tilkynnt um ofurölva einstakling á veitingarstað í hverfi 104. Aðilanum ekið heim að sökum ástands.
Höfð voru afskipti af starfsmanni skemmtistaðar í miðborg Reykjarvíkur sem er grunaður um líkamsárás. Málið í rannsókn.
Aðili handtekinn við að fara inn á byggingarsvæði og stela þaðan verkfærum. Málið í rannsókn
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Fjórir Ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. Laus að blóðsýnatöku lokinni.
Höfð voru afskipti af ökumanni sem var að tala í farsíma við akstur. Ökumaður á yfir höfði sér sekt.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Laus úr haldi að blóðsýnatöku lokinni.
Tilkynnt um innbrot í hverfi 111.
Tilkynnt um öldauðan aðila á stigagangi í fjölbýlishúsi. Er lögregla ætlaði að aðstoða aðilann að komast til síns heima gat hann ekki sagt til nafns að sökum ástands og var ekki að valda sér að sökum áfengisvímu. Aðilinn vistaður í fangaklefa að sökum ástands.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 110.
Almennt eftirlit.