Hótelstarfsfólk sem er í verkfalli í dag fór í kröfugöngu um miðbæ Reykjavíkur, um var að ræða myndarlegan hóp fólks sem að hefur lagt niður störf á hótelum.
Þau héldu spjöldum og fánum á lofti með árituðum slagorðum og sungu baráttulög.
Fólkið safnaðist fyrst saman við Gamla bíó og hélt þaðan, milli hótela í miðbæ Reykjavíkur.
Hópurinn stoppaði svo fyrir framan Alþingi og krafðist bættra kjara en fyrr í dag mættu þar skólakrakkar og mótmæltu aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
Umræða