Norska ríkisstjórnin kynnti í dag þá ákvörðun sína að hætta að láta olíusjóð landsins fjárfesta í fyrirtækjum í olíu- og gasvinnslu. Sjóðurinn er stærsti fjárfestingarsjóður heims í olíuvinnslu.
Siv Jensen fjármálaráðherra sagði að hún væri ekki tekin vegna umhverfissjónarmiða heldur vegna þess að talið væri ótryggt að fjárfesta í fyrirtækjum sem vinna jarðefnaeldsneyti. Um það bil fimmtungur af tekjum norska ríkissjóðsins er vegna gas- og olíuvinnslu úr Norðursjó.
Ola Elvestuen umhverfisráðherra sagði að þessi breyting á fjárfestingastefnu sjóðsins sé langmikilvægasta málið sem flokkur hans, Venstre hefur náð fram að ganga frá því að flokkurinn settist í ríkisstjórn.
Ola Elvestuen umhverfisráðherra sagði að þessi breyting á fjárfestingastefnu sjóðsins sé langmikilvægasta málið sem flokkur hans, Venstre hefur náð fram að ganga frá því að flokkurinn settist í ríkisstjórn.
Umræða