-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

,,Börn eiga tvö heimili en kerfið er vandamálið''

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

,,Fólk sem tálmar, nýtir sér klisjurnar“

Langt viðtal var tekið við Dofra Hermannsson í Harmageddon, en Dofri er formaður félags um foreldrajafnrétti.

Rætt var um skilnað, ofbeldismál, kynjafordóma, kynjaslagsíðu í jafnréttismálum og það hvernig „karlar þurfa bara að vera duglegri“ að berjast fyrir rétti sínum til fjölskyldulífs. Í viðtalinu kemur fram að í félaginu séu bæði konur og karlar félagsmenn.

Hvað er langt síðan þú sást barnið þitt eða foreldri þitt?

Jafnfamt kemur fram að bæði kynin beiti foreldraútilokunum og tálmunum. Dofri bendir einnig á að oft sé mikil samstaða hjá foreldrum að standa sig vel með uppeldi barna sinna en þá sé kerfið þeim jafnvel andsnúið, sem hefur ekki fylgt tíðarandanum og breyttu þjóðfélagi.
Þá veitir félagið ýmsa ráðgjöf, og m.a. er þar hægt að sækjast eftir lögfræðiráðgjöf og er það Hilmar Garðars Þorsteinsson lögmaður sem annast um hana.
Dofri Hermannsson kemur víða við í viðtalinu og áhersla er lögð á að starfsemi félagsins og tilgangur sé að stuðla að foreldrajafnrétti í þjóðfélaginu og eyða fordómum og gömlum viðhorfum sem eiga ekki lengur við í dag þegar kemur að uppeldismálum. Þar er kerfið ekki undan skilið og það fólk sem þar vinnur né aðstandendur barna á Íslandi.
Áhugavert og fræðandi viðtal fyrir aðstandendur barna og alla þá sem tengjast skilnaðarbörnum með einum eða öðrum hætti.
Hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella á linkinn hér að neðan:

Harmageddon – Karlmenn þurfa líka að berjast fyrir jafnrétti
Félag um foreldrajafnrétti