Karlmaður um þrítugt var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 5. apríl, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn á miðborgarsvæðinu í gærkvöld, en hann er grunaður um að hafa stungið tvo menn með hnífi í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík um fjögurleytið í gær. Þeir sem urðu fyrir árásinni voru báðir fluttir á slysadeild og er líðan þeirra eftir atvikum.
Umræða