,,Á meðan framlínufólk í heilbrigðiskerfinu, og í öðrum grunnstoðum samfélagsins, eru samningslaus og hafa jafnvel verið skert í launum á meðan álag hefur aukist gríðarlega gera embættismenn vel við sig og ætla að taka sér launahækkanir sem nema ríflega þriðjungi af því sem þeir lægst launuðu fá fyrir 100% starf.
Á meðan 47 þúsund manns eru skráðir atvinnulausir að hluta eða öllu leiti og hafa tekið á sig umtalsverða kjaraskerðingu er það með öllu siðlaust að taka sér slíkar hækkanir í því ástandi sem nú ríkir og bara almennt séð siðlaust að taka sér meiri hækkun en þú ert tilbúinn að skammta öðrum.
Sem viðmið voru hækkanir á almennum markaði 18.000 kr. frá og með 1.Apríl 2020.“ Segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Laun þjóðkjörinna fulltrúa, ráðherra og ráðuneytisstjóra eru eftirfarandi :
|
Fjárhæð frá 2016 |
Fjárhæð frá 1. janúar 2020 |
Forseti Íslands |
2.985.000 |
3.173.055 |
Þingfararkaup |
1.101.194 |
1.170.569 |
Forsætisráðherra |
2.021.825 |
2.149.200 |
Ráðherrar |
1.826.273 |
1.941.328 |
Ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis |
1.817.693 |
1.932.203 |
Ráðuneytisstjórar |
1.725.480 |
1.834.181 |
Íslensk stjórnvöld virðast ekkert fylgjast með hvað er að gerast í heiminum
https://gamli.frettatiminn.is/islensk-stjornvold-virdast-ekkert-fylgjast-med-hvad-er-ad-gerast-i-heiminum/