Veðurfarið skiptir öllu máli í veiðinni, veturinn hefur verið mildur en núna í byrjun apríl fór að kólna þegar veiðimenn byrjuðu að munda stangirnar og allt átti að fara á fleygiferð. Margar ár byrjuðu vel eins og Geirlandsá með 127 fiska í fyrstu tveimur hollum veiðitímans. En síðan fór á kólna og þá er ekki von á góðu.
Eða eins og segir á síðunni hjá Stangaveiðifélagi Kelfavíkur, ,,þeir sem voru að enda í dag, þriðja hollið í ánni, náðu ekki að setja í neina fiska þó svo viljinn og krafturinn hafi verið til staðar. Örmjóar rennur voru á við og dreif og reyndu menn að brjóta ís og skarir til að til að komast að því að veiða. En kuldinn var svo mikill að það liggur við að hægt sé að segja að segja að frosið hafi jafnóðum þar sem það náðist að opna. Svo að sjálfsögðu þegar aðstæður eru svona þá frýs í lykkjum um leið og stöngum var sveiflað.“
En auðvitað hlýnar og fiskurinn tekur hjá veiðimönnum.
Mynd. Frýs um leið og kastar stönginni. Mynd Harpa Hlín.