Hugleiðingar veðurfræðings
Skammt austur af Hvarfi er 965 mb lægð sem grynnist, og hún stýrir veðrinu hjá okkur í dag. Víða strekkings suðaustanátt með skúrum, en rigningu suðaustantil og fremur milt í veðri. Bjart með köflum og að mestu þurrt á Norðurlandi með hita að 12 stigum yfir daginn.
Þar sem lægðin grynnist með deginum að þá dregur úr vindi og styttir að mestu upp í kvöld, en önnur lægð myndast og fer á svipaðar slóðir á morgun og það þéttist því aftur á þrýstilínum og gengur í austan- og suðaustan hvassviðir í nótt, þetta 13-20 m/s,hvassast syðst. Rigning með köflum, útlit er fyrir talsverða ringingu á Suðausturlandi, en þurrt norðanlands. Áfram milt í veðri. Lægir og styttir upp suðvestanlands annað kvöld.
Spá gerð: 08.04.2023 06:38. Gildir til: 09.04.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 8-15 m/s og víða skúrir, en rigning suðaustantil. Hiti 4 til 9 stig. Úrkomulítið á Norðurlandi og hiti að 12 stigum yfir daginn. Hægari vindur og styttir að mestu upp seint í kvöld.
Gengur í austan- og suðaustan 13-20 m/s í nótt, hvassast syðst. Rigning með köflum, talsverð ringing á Suðausturlandi, en þurrt norðanlands. Hiti breytist lítið. Lægir og styttir upp suðvestanlands annað kvöld.
Spá gerð: 08.04.2023 04:49. Gildir til: 09.04.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag (páskadagur):
Austan- og suðaustan 13-20 m/s, hvassast syðst. Rigning, einkum suðaustantil, en þurrt norðanlands. Hiti 5 til 11 stig. Dregur úr vindi um kvöldið.
Á mánudag (annar í páskum):
Austanátt, víða 8-13 m/s, en hæg breytileg átt suðvestantil. Rigning í flestum landshlutm, talsverð úrkoma á köflum um austanvert landið. Hiti 2 til 8 stig.
Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt 5-13 og rigning með köflum, en úrkomulítið sunnantil. Hiti 1 til 7 stig að deginum.
Á miðvikudag:
Fremur hæg breytileg átt og víða dálítil rigning en þurrt að mestu suðaustantil. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn.
Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir hæga norðlæga átt með smáskúrum á víða og dreif, en víða bjartviðri suðvestantil. Hiti 2 til 8 stig að deginum.
Spá gerð: 07.04.2023 21:16. Gildir til: 14.04.2023 12:00.