Þegar þetta er ritað gista þrír aðilar fangaklefa. Alls eru 40 mál bókuð í kerfum lögreglu. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Í dagbók lögreglu 7. apríl kl. 17:00 til 08. apríl kl. 05:00 eru þetta helstu fréttir:
Lögreglustöð 1:
- Tilkynnt um umferðarslys. Minniháttar slys og eignatjón eftir. Ökumaður grunaður um ölvun við akstur. Málið í rannsókn
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Fluttur á stöð í hefðbundið ferli.
- Tveir handteknir grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Málið í rannsókn.
Lögreglustöð 2:
- Tilkynnt um bifreið sem var þannig lagt þannig að hún olli óþægindum og hættu fyrir umferð. Við skoðun tóku lögreglumenn eftir að ekki var búið að færa hana til lögbundinnar aðalskoðunar.
- Tveir menn handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás. Málið í rannsókn.
Lögreglustöð 4:
- Tilkynnt um eignaspjöll á tveimur bifreiðum. Málið í rannsókn.
- Tilkynnt um sinueld í Elliðaárdal. Reyndist minniháttar og leyst með aðkomu slökkviliðs.
Umræða