,,Hlíðarvatn tók vel á móti okkur strákunum.“ Segir Halldór Páll Kjartansson veiðimaður á vef sínum og birtir myndir af fiski sem þeir fengu í vatninu.
Sumir eru vel vænir, aðrir minni eins og gengur og gerist í Hlíðarvatni. Þess má geta að það hefur verið sæmilega hlýtt á Suðurlandi miðað við árstíma og mikið um rigningu síðustu daga. Nú er að sjá hvernig veiðin þróast næstu vikur og svo styttist auðvitað í laxveiðitímabilið.
Umræða