Sakar stofnunina um aðgerðarleysi og ætla að leggja hana niður
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er mjög reið yfir meintu dýraníðsmáli sem sagt er að hafi viðgengist í Borgarfirði um áraraðir. Sakar hún Matvælastofnun um aðgerðarleysi og segist ætla að leggja stofnunina niður komist hún til valda.
„Ljótu andskotans aumingjarnir sem fá BORGAÐ fyrir að vernda dýrin gegn svona viðbjóðslegu dýraniði. Það skal vera sett i forgang hjá mér að leggja þetta MAST batteri niður i þeim aumingjaskap sem þau hafa tileinkað sér.
Svona pakk sem á þessi dýr á lögum samkvæmt ALDREI að fá að halda nokkurt dýr Beitti hún reiði sinni bæði að Matvælastofnun og eigendum dýranna.“ Segir Inga Sæland.
Steinunn Árnadóttir skrifaði eftirfarandi færslu um málið:
Hryllingssagan á Höfða:
Myndir af kind sem ég hef fylgst með. Hún hefur misst ullina vegna vanfóðrunar eða vegna hita sem hún hefur fengið af einhverjum ástæðum!
27. apríl sá ég hana stolta á eyði jörð í nágrenni við ,,heimkynni” sín. 2.maí var lítið lamb komið með í för. Litli vinurinn var strax kominn með skitu, sem verður erfitt fyrir hann að berjast við án hjálpar. Þetta er undir eftirliti Matvælastofnunar!
Hvaða eftirlit er það? – Þessir málleysingjar eru fórnarlömb dýraníðs.
Dýraníðs sem Matvælastofnun tekur þátt í með aðgerðarleysi sinu!!