Hætta skapaðist á fimmta tímanum í dag þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu á miðborgarsvæðinu og reyndi að komast undan. Við tók eftirför en maðurinn ók um miðborgina, vestur í bæ og aftur í miðborgina uns hann nam staðar á Sæbrautinni, nálægt Sólfarinu, þegar dekk sprakk á bifreið hans.
Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins, en ökumaðurinn, karlmaður um tvítugt, ók m.a. yfir leyfðum hámarkshraða og gegn einstefnu og setti bæði sjálfan sig og aðra vegfarendur í mikla hættu með þessu framferði. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Umræða