Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir til vegna alvarlegs umferðarslyss á Meðallandsvegi, skammt sunnan við Kirkjubæjarklaustur, um kl. 02:55 í nótt þar sem bifreið hafði oltið.
Þyrla LHG var kölluð út og flutti hún tvo alvarlega slasaða af vettvangi á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Vegurinn er lokaður við Þykkvabæ og Seglbúðaveg vegna vinnu á vettvangi og er ljóst að rannsókn mun taka einhvern tíma en að henni koma, auk lögreglunnar á Suðurlandi, rannsóknarnefnd samgönguslysa og tæknideild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
Ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.
UPPFÆRT !!
Búið er að opna þjóðveg 1 á milli Reynivalla og Freysnes í Öræfasveit. Eitthvað hefur lægt á þessum slóðum en við biðjum fólk samt sem áður að fara varlega.
…
Nú er verið að loka þjóðvegi 1 milli Reynivalla og Freysnes í Öræfasveit. Þar er mjög hvasst og eru viðbragðsliðar að aðstoða fólk vegna þessa. Þá eru a.m.k. tveir húsbílar mikið skemmdir eftir að hafa fokið og að auki mun vera tjón á húsum við Fjallsárlón. Frekari upplýsingar verða gefnar þegar þær liggja fyrir, m.a. um það hvenær vegurinn opnar á ný.
Umræða