Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og framsögumaður frumvarps sem gerði kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum, segist fyrst hafa frétt af kaupum KS á Kjarnafæði Norðlenska í vikunni. Hann telji að bræðurnir sem áttu rúmlega helming hlutafjár hafi fengið tilboðið í síðustu viku.
Ríkisútvarpið fjallað um málið og þar segist Þórarinn í viðtali að lagabreytingin hafi því ekki snúist um þessa sölu en markmiðið verið almennt um að auka möguleika til samstarfs og jafnvel sameiningar kjötafurðastöðva.
Lagasetningin í vor gerði KS kleift að eignast Kjarnafæði Norðlenska.
Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir áttu samanlagt rúmlega helming í Búsæld sem á fyrirtækið. Aðrir hluthafar Búsældar ákveða hver fyrir sig hvort þeir selja KS sinn hlut í Kjarnafæði Norðlenska.
Umræða