Um helgina var mikið um að vera á Akranesi, enda laugardagur Írskra daga alla jafna stærsti dagur hátíðahaldanna. Dagurinn endaði á svonendu Lopapeysuballi á hafnarsvæðinu og að þessu sinni hafa gestir þar líklega verið um 5000.
Annríki var hjá lögreglu alla nóttina og fram eftir morgni og eru atvik og mál sem lögregla sinnti um sjötíu
Fimm sinnum þurfti lögregla að bragðast við vegna átaka en engin alvarleg meiðsl hlutust af.
Fimm voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og tíu vegna gruns um ölvun við akstur og sjö fíkniefnamál komu uppTveir gistu fangageymslu.
Þegar leið á nóttina þurfti að aðstoða allnokkra sem vegna ölvunar, áttu í vandræðum með að komast í náttstað.
Þó nokkrum ungmennum var komið í hendur félagsmálayfivalda en ekki liggur fyrir á þessari stund hversu mörg þau voru.
Að sögn lögreglumanna á næturvakt gekk vaktin, þrátt fyrir allt, vel og ekkert „stórt“ kom upp