Lögreglumenn í hálendiseftirliti settu upp eftirlitspóst í Veiðivötnum í gærkvöldi á seinni eftirlitsferð sinni þar þann daginn. Þrír af þeim ökumönnum sem voru látnir blása í áfengismæli þar reyndust gefa jákvæða svörun en voru undir refsimörkum.
,,Sama dag var farið í Jökulheima og að Landmannalaugum þar sem skálaverðir hafa að undanförnu þurft að vísa fólki annað vegna hámarks fjölda sem okkur ber að fylgja hvað smitvarnir varðar. Fólk tekur því almennt vel, enda „allir Almannavarnir“. Í morgun var stefnan sett á Nýjadal til að byrja með.“ Segir lögreglan á Suðurlandi.
Umræða