5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Útgerðin fær 34.000 tonn af kvóta gefins – Lækkun á veiðigjaldi um allt að 3.0 milljörðum

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Útgerðin fær 34.000 tonn af kvóta gefins og lækkun á veiðigjaldi

Fyrirtæki í sjávarútvegi fá núna í september, á nýju fiskveiðiári, gefins 34 þúsund tonna kvóta frá ríkinu. Um er að ræða bara kvóta aukningu í bolfiski, þar sem að þeir sem eiga mestar aflaheimildir fá mest, þar sem að um prósentu hækkun er um að ræða. Aukning er einnig í öðrum tegundum.
Þessi 34.000 tonn af bolfiski, fara ekki á uppboðsmarkað eða neitt þvíumlíkt, þau eru einfaldlega færð á skip útgerða og eigendur þeirra hafa svo val um að selja tonnin, veiða eða leigja öðrum aðilum.
Um er að ræða verðmæti upp á nokkra milljarða í söluverðmæti m.v. verð á aflahlutdeildum og aflamarki í dag, en um er að ræða aukningu upp á 5 þúsund tonn af þorski, 14 þúsund tonn af ýsu og 15 þúsund tonn af ufsa.
Úthlutun í íslenskri sumargotssíld er um 2.000 tonnum meiri en í fyrra. Þá má geta þess að nú er hlýra úthlutað í fyrsta sinn en leyfilegur heildarafli í honum er 1.001 tonn upp úr sjó en samdráttur var í úthlutun á karfa.

 
Jafnframt hefur verið boðað að lagt verði fram frumvarp um töluverða lækkun á veiðigjaldi útgerða og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mun mjög líklega afgreiða þá lækkun snarlega við upphaf þings nú strax á haustdögum En skv. fréttum af þinginu, er um brýnt forgangsmál um að ræða.
 
Lækkun á veiðigjaldi um allt að 3.0 milljörðum
Við vinnu við gildandi fjárlög var gert ráð fyrir því að veiðigjald mundi nema um 10 milljörðum kr. á árinu 2018 en á bilinu 8–8,3 milljörðum kr. á næstu árum. Áætlaðar tekjur af veiðigjaldi voru hins vegar lækkaðar um 3 milljarða kr. í endurskoðaðri fjármálaáætlun 2019–2023 vegna fyrirséðs samdráttar í rekstrarafkomu sjávarútvegsins og samræmist frumvarpið því ríkisfjármálaáætlun.
Lagt er til að breytt álagning taki gildi 1. júlí 2018 og að framkvæmdur verði endurreikningur á gjaldi vegna alls afla sem landað hefur verið á þeim tíma frá 1. janúar 2018. Tekið skal fram að engar vaxtakröfur stofnast við þetta enda verður krafa um endurreikning ekki gjaldkræf fyrr en í fyrsta lagi 1. febrúar 2019.

Tillagan um þessa lækkun kemur fram á sama tíma og útgerðin er að skila methagnaði, þrátt fyrir miklar fjárfestingar, með fé frá rekstir í að endurnýja skipakosti sína og búnað, upp á hundruði milljarða á s.l. misserum.
Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 88,5% af því aflamarki sem úthlutað er og er það svipað hlutfall og í fyrra. Alls fá 416 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað nú eða 44 fleiri aðilar en í fyrra. Sé litið til þeirra sem eru með mesta úthlutun fær HB Grandi, líkt og í fyrra, mestu úthlutað til sinna skipa eða 9,4% af heildinni, næst kemur Samherji með 6,5% og þá FISK Seafood og Þorbjörn hf. með 5,5%.
Fiskistofa sér um að úthluta aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2018/2019. Úthlutunin fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til 5,3% frádráttar fyrir jöfnunaraðgerðir með sama hætti og á fyrra fiskveiðiári. Byggðarlög fá lítilsháttar úthlutanir af kvóta, sérstaklega þau sem að hafa farið verst út úr kvótakerfinu.
Að þessu sinni er úthlutað 390 þúsund tonnum í þorskígildum talið samanborið við um 375 þorskígildis tonn í fyrra, reiknað í þorskígildum fiskveiðiársins sem nú gengur í garð. Aukning á milli ára samsvarar því um 15 þúsund þorskígildistonnum.
Úthlutun í þorski er rúm 208 þúsund tonn og hækkar um 5 þúsund tonn frá fyrra ári. Ýsukvótinn er rúm 45 þúsund tonn og hækkar um 14 þúsund tonn. Aukningin í ufsakvótanum er 15 þúsund tonn. Tæplega 6 þúsund tonna samdráttur er úthlutun á gullkarfa en um 1.200 tonna aukning í djúpkarfa.
Úthlutun í íslenskri sumargotssíld er um 2.000 tonnum meiri en í fyrra. Þá má geta þess að nú er hlýra úthlutað í fyrsta sinn en leyfilegur heildarafli í honum er 1.001 tonn upp úr sjó. Úthlutað aflamark er alls um 451 þúsund tonn sem er um 28 þúsund tonnum meira en á fyrra ári.
Tengt efni:
https://frettatiminn.is/2018/03/04/onytt-islenskt-kvotakerfi-bankar-med-onyt-ved-kvota-og-byggdir-lagdar-rust/
https://frettatiminn.is/2018/02/04/utgerdin-telur-23-000-kr-veidigjald-ut-i-hott-en-170-000-kr-fra-leigulidum-i-kvotaleigu-til-sin-mjog-sanngjarna/
https://frettatiminn.is/2018/04/19/kaupir-eign-thjodarinnar-21-7-milljard-er-haegt-ad-vedsetja-thjodareign/