-3.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 8. febrúar 2023
Auglýsing

Samræmt verklag heilbrigðisþjónustu í kynferðisbrotamálum í mótun

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Heilbrigðisráðherra hefur ýtt úr vör verkefni sem miðar að því að vinna að samræmdu verklagi og úrræðum við móttöku þeirra sem leita til heilbrigðisstofnana landsins vegna kynferðisofbeldis.

Liður í verkefninu verður að kortleggja og skýra afgreiðslu áverkavottorða og hvernig aðkomu réttargæslumanna skuli háttað í ofbeldismálum, þar með töldum kynferðisbrotamálum. Í samræmdu verklagi verður sérstaklega hugað að fólki sem er í viðkvæmri stöðu, s.s. vegna fötlunar, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar og aldurs.

Ráðherra hefur falið Drífu Jónasdóttur sérfræðingi í heilbrigðisráðuneytinu að leiða verkefnið sem unnið verður í nánu samráði við allar heilbrigðisstofnanir landsins, sjúkrahúsin, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, embætti ríkissaksóknara og héraðssaksóknara, kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra, auk fleiri stofnana og félagasamtaka sem koma að þessum málum á einn eða annan hátt.

Gert er ráð fyrir að tillögur um samræmda verkferla og úrræði við móttöku þeirra sem leita aðstoðar vegna kynferðisofbeldis innan heilbrigðisþjónustunnar liggi fyrir í lok ársins og verði þá kynntar heilbrigðisráðherra.