Hugleiðingar veðurfræðings
Vaxandi norðanátt með kólnandi veðri, fyrst norðvestantil og síðar sunnan- og austanlands. Það verður úrkoma í flestum landshlutum í dag en þó verður bjart fyrir austan til að byrja með. Norðanáttin nær sér á strik seinnipartinn sunnan heiða og þá ætti að létta til, en fyrir norðan byrjar líklega að grána í fjöll.
Það bætir síðan í vind og úrkomu á morgun, víða norðan kaldi eða strekkingur. Talsverð úrkoma á Norður- og Austurlandi annað kvöld og aðra nótt og víða hvöss norðanátt og hviðótt við fjöll sunnan heiða. Það má búast við slyddu eða snjókomu á fjallvegum fyrir norðan.
Það degur úr vindi og úrkomu um miðja næstu viku, en þó má reikna með hvassviðri austanlands fram á föstudag.
Spá gerð: 08.09.2024 06:30. Gildir til: 09.09.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Gengur í norðan og norðvestan 8-15 m/s í dag, en hægari sunnan- og austanlands fram eftir degi. Dálítil rigning með köflum eða skúrir, en bjart framan af fyrir austan. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast suðaustantil.
Léttir víða til sunnan heiða í kvöld, en kólnandi og líkur á slyddu eða snjókomu til fjalla fyrir norðan.
Vaxandi vindur og úrkoma á morgun, víða norðan 10-18 upp úr hádegi. Rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi og slydda eða snjókoma til fjalla, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti 2 til 11 stig, svalast norðaustanlands en hlýjast suðaustantil. Spá gerð: 08.09.2024 12:42. Gildir til: 10.09.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðan og norðvestan 10-18 m/s, hvassast suðaustanlands. Talsverð rigning eða slydda norðan- og austanlands, en annars skýjað með köflum. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast sunnanlands.
Á miðvikudag:
Norðan 8-18 m/s, hvassast austast, en hægari norðvestanlands. Skúrir eða él norðaustantil, en annars víða léttskýjað. Hiti breytist lítið og víða er búist við næturfrosti.
Á fimmtudag:
Norðvestan 13-20 m/s og skúrir eða él norðaustantil og hvassast á annesjum þar, en annars mun hægari og bjart veður. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast syðst.
Á föstudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, stöku él eða skúrir við norðurstöndina, en annars þurrt. Hægt vaxandi austanátt með rigningu syðst seinnipartinn. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir norðlæga átt. Dálítil él norðaustantil, en annars þurrt að kalla og bjart með köflum sunnanlands. Svalt í veðri.
Spá gerð: 08.09.2024 08:00. Gildir til: 15.09.2024 12:00.