-2.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Brúin milli Krímskaga og Rússlands hrunin að hluta

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Samfélagsmiðlar í Úkraínu brutust út í fagnaðarlátum þegar þeir sáu eldinn – Pútín lét byggja mannvirkið og opnaði það persónulega en er nú niðurlægður 

Kerch brúin sem tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu stendur enn í ljósum logum eftir að gríðarstór sprenging varð fyrr í morgun. Brúin er sögð hötuð af Úkraínumönnum og sé tákn um hernáms Rússa á Krímskaga.

Samfélagsmiðlar í Úkraínu brutust út í fagnaðarlátum þegar þeir sáu eldinn – Pútín lét byggja mannvirkið en er nú niðurlægður -Vladimír Pútín Rússlandsforseti

Mikill eldur er nú á brúnni milli hernumda svæðisins á Krímskaga og Rússlands, eldurinn varð af völdum vörubílssprengingar, segja rússneskir embættismenn. Sprengingin á brúnni leiddi til þess að olíuflutningabílar urðu alelda  áður en hlutar úr brúnni byrjuðu að hrynja.

Brúin er 19 km. löng og nær yfir Kerch-sundið og kostaði 2,7 milljarða punda að byggja hana. Brúin var formlega opnuð af Pútín forseta, fjórum árum eftir að Moskva innlimaði Krímskaga ólöglega.

Ráðgjafi Zelenskíjs forseta Úkraínu, Mykhailo Podolyak, sagði tjónið „upphaf“ – en lýsti því ekki beint yfir ábyrgð Úkraínumanna á brunanum. „Allt sem er ólöglegt verður að eyða, öllu sem stolið er verður að skila til Úkraínu, öllu sem hernumið af Rússlandi verður að vísa úr landi,“ tísti hann. Á sama tíma líkti varnarmálaráðuneyti Úkraínu sprengingunni við það þegar flugskeytaskip Rússlands sökk í apríl. „Tvö alræmd tákn rússneskra valda á úkraínska Krímskaganum hafa fallið,“ tísti það. “Hvað verður næst í röðinni?”

Það er erfitt að ýkja þýðingu og táknmynd þess að sjá brúna loga. Brúin var byggð að skipun Pútín forseta árið 2018 og átti að tákna að Krím væri rússneskt landsvæði. Rússar hafa notað brúna til að flytja hergögn, skotfæri og mannskap frá Rússlandi til vígvalla í suðurhluta Úkraínu. Sem slík sögðu úkraínsk yfirvöld að þetta væri lögmætt skotmark þar sem þau heita því að endurheimta skagann.

Sérhver árás á Krím, þar sem rússneski herinn hefur gríðarlega viðveru, verður talin enn ein gríðarleg niðurlæging fyrir Kreml. Brúin er sérstaklega hötuð af Úkraínumönnum. Samfélagsmiðlar í Úkraínu brutust út í fagnaðarlátum þegar þeir sáu eldinn – degi eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti varð sjötugur.