Afleitu veðri er spáð á Norður- og Austurlandi á morgun og fram á mánudag. Gert er ráð fyrir færð taki að spillast á fjallvegum Norðaustanlandsí fyrramálið. Gangi spár eftir mun Vegagerð þá loka Möðrudalsöræfum og öðrum fjallvegum eins og Hellisheiði eystri og Vatnsskarði. Ekki er gert ráð fyrir mikilli úrkomu á fjörðunum. Vel er þó fylgst með af hálfu Veðurstofu.
Veður verður skaplegra fyrri hluta morgundagsins á suðurhluta fjórðungsins en gert ráð fyrir að vindur aukist þar talsvert seinni part sunnudags eða annað kvöld. Verður þá ekkert ferðaveður á þeim hluta fjórðungsins heldur og gert ráð fyrir lokun vega. Veðrið mun ganga niður þegar líður á mánudagsmorgun.
Íbúar eru hvattir til að vera ekki á ferðinni meðan veður gengur yfir, huga að lausamunum og tryggja. Búfjáreigendur beðnir um að huga að skepnum sínum vegna úrkomu og vinds.
Förum varlega, höldum okkur heima við og tryggjum þannig eigið öryggi og annarra segir í tilkynningu lögreglu.
https://gamli.frettatiminn.is/08/10/2022/buast-ma-vid-ad-vegir-l0kast-vegna-vedurs-haettustig-almannavarna/
Umræða