Veðurhorfur á landinu
Suðlæg átt 3-10 m/s í dag og bjart með köflum. Hiti 1 til 6 stig. Bætir í vind á Suður- og Vesturlandi í kvöld og þykknar upp með lítilsháttar vætu. Suðaustan 10-15 á morgun og súld eða rigning, en hægari vindur og úrkomulítið á Norðurlandi. Hlýnar í veðri, hiti 5 til 10 stig síðdegis.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Sunnan 3-10 m/s og dálitlir skúrir eða slydduél, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Ákveðnari austlæg átt um kvöldið og víða rigning eða slydda. Hiti 1 til 7 stig.
Á miðvikudag:
Snýst í stífa vestanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Hægari um kvöldið, dálítil él og frystir.
Á fimmtudag:
Vaxandi austanátt með rigningu eða slyddu. Lengst af hægari vindur og úrkomulaust á Norðurlandi. Hlýnandi.
Á föstudag:
Austlæg átt með rigningu eða slyddu, en þurrt að kalla vestanlands. Hiti 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en él á stöku stað. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 08.11.2020 07:57. Gildir til: 15.11.2020 12:00.
Hugleiðingar veðurfræðings
Það er útlit fyrir rólegt veður á landinu í dag. Fremur hæg suðlæg átt, ekki er búist við úrkomu og bjartir kaflar í flestum landshlutum. Hiti 1 til 6 stig. Í kvöld fer smám saman að bæta í vind á Suður- og Vesturlandi og þykknar upp með lítilsháttar vætu á þeim slóðum.
Á morgun berst rakur og mildur loftmassi yfir landið úr suðri. Víða er útlit fyrir suðaustan strekking með skýjuðu veðri og súld eða rigningu. Norðanlands verður vindur heldur hægari og lítil eða engin úrkoma. Það hlýnar í veðri og má búast við 5 til 10 stiga hita eftir hádegi á morgun, hlýjast fyrir norðan.