Hugleiðingar veðurfræðings
Lægð er skammt suðvestur af Reykjanesi sem fer norðaustur og úrkomuskil frá henni yfir landinu, en suðvesturhluti landsins er kominn undan þeim. Stormurinn sem geysaði síðustu nótt hefur gengið mikið niður, gular viðvaranir eru þó enn í gildi sökum vindstrengja en viðvarinarnar renna út með morgninum.
Í kjölfar skilana snýst vindur í sunnan 8-15 m/s með skúrum sunnan og vestantil, en það styttir upp og léttir víða til norðanlands. Hiti yfirleitt á bilinu 3 til 8 stig. Á morgun fer svo lægðarmiðjan yfir landið, víða hæg breytileg átt með vætu, en meiri vindur á jöðrum lægðarinnar, norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum og hvöss suðvestanátt á Suðausturlandi.
Veðuryfirlit
700 km SV af Reykjanesi er 967 mb lægð á leið NA.
Veðurhorfur á landinu
Austan 13-20 m/s og rigning eða slydda, hvassast í vindstrengjum við fjöll. Snýst í sunnan 8-15 fyrir hádegi með skúrum, en styttir upp um norðanvert landið. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst. Víða hæg breytileg átt á morgun, en suðvestan 15-20 m/s um Suðausturströndinni og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum. Rigning eða skúrir sunnan- og vestantil, annars þurrt. Dálítil él um norðvestanvert landið annað kvöld. Hiti 2 til 6 stig en kringum frostmark norðan- og austanlands.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Minnkandi suðaustanátt og dregur úr úrkomu, sunnan 8-15 m/s og skúrir um hádegi. Hiti 3 til 7 stig. Breytileg átt 3-8 og dálítil væta á morgun, og hiti 1 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Víða hæg breytileg átt og stöku skúrir, en hvöss suðvestanátt og rigning á Suðausturlandi og lengst af norðan 8-15 m/s með snjókomu eða slyddu á Vestfjörðum. Hiti 1 til 6 stig en kringum frostmark á norðanverðu landinu.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt 5-13 m/s. Él um landið norðanvert, en þurrt og bjart sunnantil. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust syðst.
Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað og lítilsháttar él austantil á landinu, en víða léttskýjað annarsstaðar. Frost 2 til 7 stig en frostlaust með suðurströndinni. Vaxandi austanátt og þykknar upp syðst um kvöldið.
Á föstudag:
Norðaustanátt og snjókoma á köflum um landið austanvert, en annars þurrt að kalla. Frost 0 til 8 stig, hlýjast syðst.
Á laugardag:
Útlit fyrir að það gangi í hvassa suðaustanátt með hlýnandi veðri og rigningu í flestum landshlutm.
Á sunnudag:
Líkur á ákveðinni suðvestanátt með skúrum og síðar éljum en úrkomulitlu veðri norðaustantil á landinu