Tilkynnt var um slagsmál í hverfi 105 um hálf tólf leitið í gærkvöld. Fjórir menn voru handteknir grunaðir um líkamsárás. Mennirnir voru allir ölvaðir og voru þeir vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Þá þurfti að flytja einn þeirra til aðhlynningar á Bráðadeild fyrir vistun í fangageymslu en sá mun hafa verið sleginn í andlitið með flösku eða glasi. Á Bráðadeild voru saumuð 6 spor í andlit mannsins.
Fyrr um kvöldið var tilkynnt um líkamsárás í Mosfellsbæ. Þrír menn og ein kona réðust á par og veittu þeim áverka. Einhverjar deilur voru milli fólksins. Árásaraðilar voru farnir af vettvangi en þeir eru einnig grunaðir um hótanir, eignaspjöll og rán. Málið er í rannsókn . Ekki vitað nánar um meiðsl árásarþola.