• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Miðvikudagur, 7. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Líftæknifyrirtækið Ísteka riftir samningum við bændur vegna ólíðandi meðferðar hrossa

ritstjorn by ritstjorn
8. desember 2021
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter
Í myndskeiði sem nýlega birtist á netinu sjást dæmi um ólíðandi meðferð hrossa hjá samstarfsbændum líftæknifyrirtækisins Ísteka. Þessi meðferð er augljóslega brot á velferðarsamningum fyrirtækisins og viðkomandi bænda. Samningum við þá hefur því verið rift.

Á árinu 2021 hefur líftæknifyrirtækið Ísteka átt í samstarfi við 119 bændur um blóðgjafir hryssa til lyfjaframleiðslu. Gerðir eru bæði viðskiptasamningar og sérstakir velferðarsamningar við þá alla. Blóðgjöf til lyfjaframleiðslu er eina búgreinin á Íslandi þar sem slíkir samningar eru regla. Reynslan sýnir að bændur vinna almennt samkvæmt þeim.

Allar blóðgjafir eru framkvæmdar af dýralæknum og starfsemin er undir eftirliti Matvælastofnunar og fyrirtækisins sjálfs þar sem starfar sérstakur dýravelferðarfulltrúi. Rannsóknir sýna að hryssunum verður ekki meint af blóðgjöfunum.

En þrátt fyrir að regluverk um blóðgjafir sé strangt og eftirlit mjög mikið er ljóst að óviðeigandi frávik geta komið upp. Slíkt er ekki liðið af hálfu Ísteka og samningum við bændur er rift ef ekki er staðið við þá.

Að auki hefur Ísteka ákveðið að ráðast í umfangsmiklar umbætur á eftirliti fyrirtækisins með blóðgjöfum sem unnin er í nánu samstarfi við sérfræðinga á sviði búfjárhalds og dýravelferðar. Meginatriði þeirrar umbótaáætlunar felast meðal annars í eftirfarandi:

  • Aukinni fræðslu og þjálfun fyrir samstarfsbændur.
  • Fjölgun velferðareftirlitsmanna sem framvegis verða viðstaddir allar blóðgjafir.
  • Myndavélaeftirliti með öllum blóðgjöfum.

Með þessu vonast forsvarsmenn fyrirtækisins til þess að ólíðandi frávik varðandi dýravelferð í blóðgjöf hryssna á Íslandi endurtaki sig ekki. Nánari upplýsingar um starfsemi líftæknifyrirtækisins Ísteka er að finna á vefsíðunni www.isteka.is

Discussion about this post

  • ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Líkfundurinn við Borgarnes

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Árni Johnsen er látinn

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þess vegna sit ég hér og bölva“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Vann 78 milljónir í Lottóinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?