,,Í dag eru horfur á hvassri norðanátt með ofankomu norðan- og austanlands. Þar er því útlit fyrir erfið akstursskilyrði og mögulega spillist færð á þessum slóðum, þetta á sérílagi við á fjallvegum.“ Segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. ,,Ferðalöngum er ráðlagt að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er í hann. Í fjöllóttu landi eins og Íslandi getur verið breytileiki í vindhraða, því fjöllin ýmist skýla fyrir vindi, eða magna hann upp. Á sunnanverðu landinu er útlit fyrir úrkomulaust veður í dag, en sums staðar má búast við snörpum vindhviðum, þar sem fjöll ná að magna upp norðanáttina. Sem dæmi má nefna að þegar þetta er skrifað eru vindhviður kringum 38 m/s að mælast á Kjalarnesi. Frost samkvæmt hitamælum verður vægt í dag, en þó er napurt að vera útivið þegar kælandi áhrif vindnæðingsins bætast við.
Seinnipartinn í dag fer vindhraði að síga niðurávið, en það gerist mjög hægt. Raunar þarf til þess allt kvöldið og alla næstu nótt og það er ekki fyrr en á morgun sem norðanáttin hefur gengið almennilega niður. Á morgun er semsagt útlit fyrir hæglætisveður á landinu og viða bjart og fallegt um að litast. Dálítil él verða viðloðandi norðurströndina og stöku él eru væntanleg syðst á landinu síðdegis. Það kólnar hjá okkur og frostið nær tveggja stafa tölu allvíða á norðanlands.
Á mánudag skiptir veðrið aftur um gír, þá gengur í allhvassa suðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en síðar rigningu á láglendi og hiti fer vel uppfyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi er útlit fyrir hægari vind og þurrt veður fram eftir degi með minnkandi frosti á þeim slóðum.“
Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðaustan 13-20 m/s, hvassara á stöku stað framan af degi. Dregur heldur úr vindi síðar í dag. Él norðan- og austanlands, en léttir til sunnan- og suðvestanlands. Frost 0 til 6 stig. Lægir og styttir að mestu upp í nótt. Austlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun. Víða bjart veður og yfirleitt þurrt, en dálítil él við norðurströndina og einnig sunnantil á landinu síðdegis. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Spá gerð: 09.02.2019 10:08. Gildir til: 11.02.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Gengur í suðaustan 13-18 m/s með slyddu eða snjókomu, en síðar rigningu á láglendi. Hægari vindur og þurrt á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hlýnandi veður, hiti 1 til 5 stig sunnan heiða seinnipartinn og minnkandi frost fyrir norðan og austan.
Á þriðjudag:
Suðlæg eða breytileg átt 5-13. Slydda eða snjókoma með köflum og hiti kringum frostmark, en rigning af og til og hiti allt að 5 stigum við suðurströndina.
Á miðvikudag:
Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm með rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri. Talsverð úrkoma á sunnaverðu landinu. Hiti 2 til 6 stig síðdegis.
Á fimmtudag:
Allhvöss suðvestanátt með skúrum og síðar éljum og kólnandi veðri. Dregur úr vindi þegar líður á daginn og léttir til fyrir austan.
Á föstudag:
Útlit fyrir suðvestanátt. Él sunnan- og vestanlands, en annars þurrt og bjart að mestu. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 09.02.2019 08:23. Gildir til: 16.02.2019 12:00.