Stelpur líklegri til að setja aðeins inn færslur sem vinir þeirra eða fylgjendur geta séð
Allir þátttakendur voru spurðir hverjir gætu séð færslur þeirra á Snapchat, TikTok og Instagram. Á öllum þremur samfélagsmiðlunum eru stelpur líklegri til að setja aðeins inn færslur sem vinir þeirra eða fylgjendur geta séð. Munur á milli stráka og stelpna er mestur á TikTok, en mun fleiri stelpur setja inn færslur sem aðeins vinir geta séð. Meðal allra aldurshópa sem nota Snapchat er algengast (67–70%) að aðeins vinir eða fylgjendur geti séð það sem birt er. Aðeins 4-7% setja inn færslur á Snapchat sem allir geta séð.