Nálægt sjö af hverjum tíu þátttakendum á unglinga- og framhaldsskólastigi segjast hafa samþykkt vinabeiðni á samfélagsmiðlum frá einhverjum sem þeir þekktu ekki áður og um fjórðungur barna og ungmenna á sama aldri er með eða hefur átt falskan aðgang að samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um öryggi á netinu sem gefin er út í dag í tilefni af Alþjóðlega netöryggisdeginum.
Skýrslan er þriðji hluti af sjö og byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 23 grunnskólum og 23 framhaldsskólum meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára . Er þetta í fyrsta sinn sem Fjölmiðlanefnd, í samstarfi við Menntavísindastofnun, birtir niðurstöður slíkrar umfangsmikillar könnunar. Fyrirhugað er að að gera sambærilega könnun á tveggja til þriggja ára fresti til að kanna miðlanotkun og færni barna og ungmenna þannig að hægt verði að bera saman niðurstöðurnar og hvernig notkun þróast.
Umræða