Flutningaskip sem var á siglingu um Bosphorus sundið í Istanbúl, sigldi á og eyðilagði 18. aldar sögufræga lúxus villu sem stóð við sundið
Skipið varð fyrir tæknilegu vandamáli á laugardaginn og sigldi vegna þessa á sögufrægt hús frá átjándu öld sem að stendur við höfn við sundið. Um var að ræða lúxus villu. Vitaspirit heitir skipið sem að sigldi á húsið og siglir það undir maltneskum fána.
Skýring skipstjórans er sú að hann hafi misst stjórn á skipinu vegna tæknilegra vandamála og skipið sigldi þess vegna stjórnlaust á bygginguna.
Áreksturinn olli þvi að húsið hrundi eins og myndbandið sýnir. Lúxus Villan sem siglt var á hefur nafnið Hekimbasi Salih Efendi, og er byggð úr tré og er svokölluð «Yali» bygging. En Þau eru meðal hinna sögufrægustu og verðmætustu húsa, meðfram Bosphorus sundinu, sem marka línuna á milli Istanbúl, Asíu og Evrópu.
Húsið var byggt af Ottoman aristocrats á 19. öld og ekki var búið í því. Hins vegar var verið að undirbúa brúðkaupsveislu þar en húsið hefur verið notað undir veislur og mannfagnaði.
Skipið hefur verið dregið í burtu frá húsinu, en eftir slysið var Bosphorus sundinu lokað fyrir umferð í báðar áttir í langan tíma. Leiðin um sundið er meðal fjölförnustu skipaleiða í heimi og á síðasta ári, sigldu fleiri en 42.000 skip um sundið.
uppsetning: Eggert Skúli Jóhannesson