Hugleiðingar veðurfræðings
Skammt norðaustur af Langanesi er 1036 mb hæð en langt suður af Hvarfi er víðáttumikil 975 mb lægð og hreyfast bæði þessi kerfi lítið í dag og á morgun, og breytist veður því ekki mikið næstu tvo daga. Hæg austlæg átt en strekkingur syðst á landinu. Léttskýjað norðantil, annars skýjað með köflum og stöku skúrir eða él um suðaustanvert landið. Hiti víða 3 til 8 stig að deginum, en í kringum frostamark vestantil í nótt og vægt frost norðanlands.
Á fimmtudag gefur hæðin eftir og fer lengra til austurs, og verður vindur þá suðaustlægari og víða dálítil rigning sunnantil en áfram þurrt fyrir norðan. Hlýnar heldur.
Spá gerð: 09.04.2019 08:28. Gildir til: 10.04.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt 3-8 m/s, en 10-15 syðst á landinu. Víða léttskýjað, en skýjað og stöku skúrir eða él um suðaustanvert landið. Þykknar upp vestanlands annað kvöld. Hiti 3 til 8 stig að deginum, en frost 0 til 6 stig norðan- og vestantil í nótt.
Spá gerð: 09.04.2019 04:31. Gildir til: 10.04.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Austan og suðaustan 3-8 m/s, en 10-15 með suðurströndinni. Léttskýjað um landið norðanvert, en skýjað annars staðar og lítilsháttar væta suðaustantil. Hiti víða 2 til 9 stig að deginum, hlýjast á Suðurlandi.
Á fimmtudag:
Suðaustan 8-13 og dálítil rigning, en heldur hægari og léttskýjað um norðanvert landið. Hiti 5 til 10 stig.
Á föstudag:
Suðaustan 13-20 m/s og rigning suðaustantil á landinu en skýjað og yfirleitt þurrt um vestanvert landið. Heldur hægari og léttskýjað norðaustanlands. Hiti 6 til 11 stig.
Á laugardag:
Ákveðin sunnanátt og rigning eða súld, en þurrt og bjart veður um norðanvert landið. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag (pálmasunnudagur) og mánudag:
Suðlæg átt og rigning með köflum, en þurrt norðanlands. Hiti 5 til 10 stig.
Spá gerð: 08.04.2019 21:03. Gildir til: 15.04.2019 12:00.