Aðili sem er undir nafninu Taxý Hönter á Facebook, vekur athygli á háu startgjaldi leigubifreiða og nefnir að einn aðili sé með 9.000 kr. startgjald og birtir mynd af gjaldmæli bílsins við Ingólfstorg.
,,Ég hef birt myndband af honum áður frá sama stað, fremst á Ingólftorgi, með mælinn stiltan á 3.000 kr. og í því myndbandi lýsi ég hvernig hann er þekktur fyrir 3.000-7.000 kr. startgjöld. Á föstudaginn greip ég hann með 9.000 kr. startgjald.“
Þá segir hann að hann hafi verið vitni af ofurháum startgjaldöm leigubílstjóra en undanfarin misseri hafa verið harðar deilur varðandi leigubifreiðar og m.a. á Alþingi. Ný ríkisstjórn hyggst leggja fram nýtt frumvarp um akstur leigubifreiða þar sem tekið verður á ýmsu er varðar atvinnugreinina.
Umræða