Krakkar eyðilögðu klæðningu á húsi í Garðabæ
Þegar að fjölskylda í Garðabæ kom heim til sín í dag, blasti við þeim ófögur sjón. Búið var að eyðileggja klæðningu utan á húsi þeirra. Klæðningu sem er ófáanleg og ljóst er að tjónið er talsvert á húsinu. Eigandinn bendir á að þessi tegund af klæðningu sé algerlega ófáanleg og hefur beint því til foreldranna að jafnvel þurfi að kaupa alveg nýja klæðningu á húsið.
,,Svona var aðkoman við húsið okkar þegar við komum heim í dag. Þetta voru krakkar sem brutu klæðninguna, þau náðust og lögreglan skarst í leikinn og hafði samband við foreldrana.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skemmdir eru unnar á húsinu. Ég vil bara koma þeim skilaboðum til foreldra allra barna, að ræða þetta við þau og gera þeim grein fyrir að svona gerir maður ekki. Klæðningin er ófáanleg og hvað vilja foreldrarnir þá gera, borga nýja klæðningu á allt húsið?“ Sagði eigandi hússins