Skjaldborgarhátíðin
Dagana 18.-21.maí 2018 verður Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda haldin í tólfta sinn á Patreksfirði. Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar heimildamyndir er hátíðinni ætlað að vera tækifæri fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn um heimildamyndir til að koma saman.
Í lok hátíðarinnar verða veitt bæði áhorfendaverðlaunin Einarinn, sem hafa verið veitt frá upphafi, og dómnefndarverðlaunin Ljóskastarinn sem veitt voru í fyrsta sinn árið 2017.
Skjaldborg sýnir heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Efnistök heimildamyndanna sem hafa verið á dagskrá hátíðarinnar í gegn um árin hafa verið fjölbreytt en þær hafa verið allt frá örstuttum myndum upp í myndir í fullri lengd.
Dómnefndin er skipuð þeim Ragnari Bragasyni, Elísabetu Indru Ragnarsdóttur og Yrsu Roca Fannberg.
Ókeypis er inn á allar heimildamyndirnar sem sýndar eru í bíóinu Skjaldborg sem staðsett er í hjarta bæjarins.
Armband á hátíðina veitir aðgang að sjávarréttaveislu, plokkfiskboði kvenfélagsins, dansiballi og aðgang í sundlaugina.
Armbandssala fer fram í Skjaldborgarbíó og verðið er kr. 7000.
Stök verð:
Plokkfiskur kr. 1800
Fiskiveisla kr. 2500
Dansiball kr. 2500
Aðgangur í sundlaugina kr. 1000
Í lok hátíðarinnar verða veitt bæði áhorfendaverðlaunin Einarinn, sem hafa verið veitt frá upphafi, og dómnefndarverðlaunin Ljóskastarinn sem veitt voru í fyrsta sinn árið 2017.
Skjaldborg sýnir heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Efnistök heimildamyndanna sem hafa verið á dagskrá hátíðarinnar í gegn um árin hafa verið fjölbreytt en þær hafa verið allt frá örstuttum myndum upp í myndir í fullri lengd.
Dómnefndin er skipuð þeim Ragnari Bragasyni, Elísabetu Indru Ragnarsdóttur og Yrsu Roca Fannberg.
Ókeypis er inn á allar heimildamyndirnar sem sýndar eru í bíóinu Skjaldborg sem staðsett er í hjarta bæjarins.
Armband á hátíðina veitir aðgang að sjávarréttaveislu, plokkfiskboði kvenfélagsins, dansiballi og aðgang í sundlaugina.
Armbandssala fer fram í Skjaldborgarbíó og verðið er kr. 7000.
Stök verð:
Plokkfiskur kr. 1800
Fiskiveisla kr. 2500
Dansiball kr. 2500
Aðgangur í sundlaugina kr. 1000
Umræða