0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

,,Við erum öll á „sama báti“ en báturinn er stór og það eru mörg farrými''

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

,,Fólkið á fyrsta farrými ætli að troða sér í björgunarbátana þegar þeir hafa verið settir út og skilja hina eftir, líkt og á sögulegri hinstu siglingu Titanic.“
Sólveig Anna Jónsdóttir um kjarabaráttuna á Íslandi:

„Það er búið að prenta næga seðla til að reyna að kaupa alla helstu kapítalistana frá kreppunni. Nú er kominn tími á kennslustund í alvarleika málsins fyrir þessar 270 sálir í nágrannasveitarfélögunum, þær eiga að snauta að skúringafötunum og þakka fyrir að vera til á þessum „fordæmalausu tímum“.
Allt í krafti þess að við erum öll á „sama báti“. Og kannski erum við það, en báturinn er stór og það eru mörg farrými. Stundum hvarflar að manni að fólkið á fyrsta farrými ætli að troða sér í björgunarbátana þegar þeir hafa verið settir út og skilja hina eftir, líkt og á sögulegri hinstu siglingu Titanic.“

,,Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir okkur skorta veruleikatengingu“

,,Á hádegi þann 5 maí hófst að nýju verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar hjá sveitarfélögunum. Stærsti hópurinn vinnur hjá Kópavogsbæ en allt í allt eru þetta 270 manneskjur. Af þeim eru 80% konur. Verkfall þessa fólks mun hafa mikil áhrif. Skólar og leikskólar munu loka vegna þess að manneskjurnar sem þrífa þá ætla ekki að gera það. Verfallið mun líka hafa áhrif á heimaþjónustu til þeirra er þurfa aðstoð við daglegt líf.
Þau sem leggja niður störf tilheyra þeim hópi vinnuaflsins sem er nú um víða veröld kallaður „ómissandi starfsfólk“. Segja má að faraldurinn sem mannfólk hefur þurft að takast á við undanfarið hafi svipt hulunni endanlega af mikilvægi þessa hóps og þeirra starfa sem hann sinnir. Fólkið sem vinnur við grundvallarinnviði mannlegs samfélags; að gæta, aðstoða, „viðhalda“ og næra annað lifandi fólks er ásamt heilbrigðisstarfsfólki þau sem ekkert samfélag vill eða getur verið án.
Faraldurinn hefur líka endanlega svipt hulunni af því hversu brjálæðislega er fyrir okkur komið þegar litið er til aðstæðna og kjara fólksins sem tilheyrir hópi þeirra ómissandi. Þau sem vinna við „aðhlynningu“ eigna fjármagnseigenda eru verðmetin eins og gull og gimsteinar. En það að sinna lifandi fólki; þegar kemur að því að greiða fyrir slík störf er sama hugmyndafræði notuð og þegar kemur að því að verðmeta jörðina og náttúruna: Best er að arðræna sem mest og borga sem allra minnst. Best er að finna upp kerfi og orðræðu sem tryggir að hægt er að komast upp með það. Best er að láta sem risastórir hópar af konum á hlaupum við andlega og líkamlega erfið störf séu að þvi vegna þess að þeim finnist svo gaman að vera góðar (konum finnst ekkert betra en að fórna sér fyrir aðra, það er mannkynssögulega skjalfest staðreynd. Að þú endir með ónýtan skrokk og ekki krónu í banka er einfaldlega sönnun þess hvað þú varst góð og er það ekki nóg?). Best er að segja „Það er til nóg af vinnu-konum, förum nú ekki að láta eins og þær séu eitthvað sérstakar“.
Fólkið sem leggur niður störf tilheyrir hópi þeirra sem minnst fá í skiptum fyrir þá vinnu sem unnin er. Barátta þessa fólks afhjúpar hina stórkostlegu meinsemd stéttskiptingarinnar og þess fárveika verðmætamats sem náð hefur að grafa um sig hjá þeim sem fara með völd. Og í baráttu þessa fólks er lækningin fólgin viljum við losna undan áþján þeirrar mannskemmandi og eitruðu hugmyndar að hefðbundin kvennastörf, umönnunarstörf, störf sem snúast um það að viðhalda mannlegu samfélagi séu mesta draslið af öllu. Aðeins með því að berjast og neita að halda áfram að þegja náum við að knýja á um að þau sem fara með völd afneiti áframhaldandi fyrirlitningu og arðráni á láglaunakonum.
Ég talaði við konu sem tekur af fullum krafti þátt í þeirri baráttu sem nú stendur yfir. Hún er á sextugsaldri. Hún byrjaði að vinna á ellefta ári. Hún hefur unnið líkamlega vinnu alla æfi, miklu meira en fulla vinnu. Hún starfaði m.a. við að þrífa heimili annara. Svo kom hún heim til sín, einstæð, og annaðist sín eigin (mörgu) börn og sitt eigið heimili. „Ég segi stundum að ég hafi verið í vinnu frá því ég fór á fætur þangað til ég fór að sofa“. En nú er svo komið að líkaminn þolir ekki meira svo að hún er komin í skert starfshlutfall. En baráttuviljinn er sannarlega ekki skertur. Hún ætlar að sjá til þess, ásamt félögum sínum, að sveitarfélögin skrifi undir þann samning sem henni, láglaunakonunni, hinni ómissandi konu, finnst ásættanlegur. Hún hefur lengi verið að bíða eftir tækifæri til að fá fram staðfestingu á mikilvægi sínu. Og það tækifæri verður ekki látið renna henni eða félögum hennar úr greipum.
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir okkur skorta veruleikatengingu. Í hennar huga er það lausn að Alþingi, mannað fólkinu sem rétt í þessu fékk umtalsverðar launahækkanir, setji lög á verkfall láglaunakvennanna sem starfa hjá sveitarfélögunum. Í mínum huga er sú hugmynd ein sú veruleika-brenglaðasta sem ég hef heyrt. Hugsið ykkur að vilja neyða láglaunakonur til að vinna, til að vilja neyða þær til að skrifa undir samning sem þær vilja ekki. Hverskonar sýn er það á mannleg samskipti?
Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vilja fá samskonar samning og félagar þeirra sem starfa hjá Reykjavíkurborg og ríki hafa skrifað undir. Þau vilja fá sömu leiðréttingu sinna kjara. Sömu viðurkenningu á réttmæti kröfunnar um nýtt verðmætamat. Sömu viðurkenninguna á þvi að tími þess að verðmeta vinnuafl kvenna sem drasl sé að líða undir lok.
Þau sem að halda að hægt sé að hræða okkur til hlýðni eru á stórkostlegum villigötum. Ég vona að einhver geti aðstoðað þau við að finna réttu leiðina sem fyrst. Svo að hið ómissandi starfsfólk geti aftur hafið öll sín ómissandi störf.“