,,Ég reyni að veiða alla daga sem ég get“ sagði Björn Hlynur Pétursson en hann var á veiðum í Vatnamótunum fyrir austan Kirkjubæjarklaustur. ,,Maður reynir að vera duglegur í veiðinni. Við erum að veiða hérna í einn dag og fengum sex fiska, og erum þrír saman.
Er búinn að veiða uppá hvern dag síðan vorveiðin byrjaði um allt, en mest á Þingvöllum, urriðinn er skemmtilegur“ sagði Björn Hlynur enn fremur.
Það eru til veiðimenn sem veiða á hverjum degi, sama hverning veðurfarið er. Hitti veiðimenn við Minnivallarlæk í kuldanum í morgun og þeir höfðu varla stoppað síðan vorveiðin byrjaði. Við Minnivallarlæk var rok og hitinn við frostmark.
Þeir létu sig hverfa neðar með læknum og með stangirnar að vopni. Skömmu seinna settu þeir í tvo fiska og lönduðu þeim skömmu seinna.
Ég fékk með kaffi og horfi út um gluggan á veiðihúsinu og hugsaði, djöfull er gott að vera ekki með veiðidellu.
Mynd. Þessi tók Græna gullið, fluguna.