Klukkan 22:20 í gærkvöld var tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi. Maður var inn í bifreið sinni á bifreiðastæði í bænum, þegar tveir menn koma þar að.
Þegar maðurinn steig út úr bifreiðinni, þá ráðast mennirnir á hann með höggum og spörkum og veita honum áverka. Árásaraðilar yfirgáfu síðan vettvang. Árásarþoli ætlaði sjálfur að leita sér aðstoðar á Bráðadeild. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.
Umræða