Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag er útlit fyrir svipað veður á landinu og var í gær. Hæg breytileg átt eða hafgola og víða bjart, hiti yfirleitt 14 til 23 stig yfir daginn, hlýjast í suðvesturfjórðungi landsins. Sums staðar þokuloft og svalara veður, einkum við suðaustur- og austurströndina.
Bætir í vind norðvestantil á landinu á morgun og einnig með austurströndinni. Áfram bjart nokkuð víða, en lítilsháttar regnsvæði verður viðloðandi sunnanvert landið eftir hádegi. Hitinn þokast örlítið niðurávið, ætti þó að ná í rúmlega 20 stigin á Faxaflóasvæðinu.
Heilt yfir verður norðlæg átt ríkjandi í næstu viku. Kólnar í veðri veðri norðan- og austanlands og líklega vætusamt þar uppúr miðri viku. Bjartara sunnan heiða og milt að deginum, en kólnar þó frá því sem verið hefur um helgina.
Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt eða hafgola og víða bjartviðri. Hiti yfirleitt 14 til 24 stig yfir daginn, hlýjast suðvestantil á landinu. Sums staðar þokuloft og kaldara, einkum við suðaustur- og austurströndina.
Norðaustan 8-13 m/s um landið norðvestanvert og með austurströndinni á morgun, annars hægari vindur. Bjart með köflum, en stöku skúrir sunnanlands. Hiti 12 til 20 stig, en svalara á Austurlandi.
Spá gerð: 09.07.2023 09:39. Gildir til: 11.07.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-10 og bjart veður, en skýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti frá 6 stigum við norðausturströndina, upp í 18 stig suðvestantil.
Á miðvikudag:
Norðan 5-13 og dálítil væta norðan heiða, en stöku skúrir á Suðurlandi. Hiti 5 til 16 stig, mildast suðvestanlands.
Á fimmtudag og föstudag:
Ákveðin norðanátt með rigningu og svölu veðri á norðan- og austanverðu landinu. Úrkomulítið og mildara sunnan- og suðvestanlands.
Á laugardag:
Norðaustlæg átt, skýjað og dálítil væta með köflum.
Spá gerð: 09.07.2023 08:01. Gildir til: 16.07.2023 12:00.