Konráð Hrafnkelsson sem hvarf frá heimili sínu í Brussel 30. júlí, er fundinn heill á húfi. Hlín Ástþórsdóttir sem er móðir Konráðs, tilkynnti um þetta í færslu á Facebook í morgun.
Konráð er 27 ára og búsettur í Brussel. Leit hófst að honum 1. ágúst. Móðir Konráðs segir í færslu sinni:
,,Kæru ættingjar, vinir og aðrir er komu að leitinni að Konráði. Konráð er fundinn heill á húfi.
Við viljum þakka öllum fyrir hlýhug, kveðjur, bænir og allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur í leitinni að Konráði, allur sá stuðningur er ómetanlegur og verður aldrei þakkað nóg.❤️ Við fjölskyldan erum þakklát fyrir að fá hann heilan heim.“
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=2663479180635976&id=100009217597544