Hugleiðingar veðurfræðings
Ekkert lát er á lægðaganginum í kringum landið og fara flestar lægðirnar til norðurs fyrir vestan land og mun því lítið lát verða á vætutíðinni um landið sunnan- og vestanvert, en samt sem áður mun restin af landinu fá vætu líka, en oftast í mun minni skömmtum. Með suðlægum áttum kemur líka mun mildara loft og er loftmassinn svo hlýr að útlit er fyrir að það rigni á hæstu jöklum líka, en oftast snjóar þar þegar skil ganga yfir.
Veðuryfirlit
300 km VSV af Reykjanesi er 987 mb lægð, sem hreyfist NNA. Yfir Írlandi er kyrrstæð 1030 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg átt, 5-13 m/s, en norðaustlægari á Vestfjörðum. Allvíða talsverð rigning fram eftir morgni, en dregur úr vætu seinnipartinn. Úrkomulítið á Austurlandi, en gengur í suðvestan 10-18 með skúrum suðaustanlands. Bætir í úrkomu norðvestantil í kvöld.
Vestlæg átt, 5-13 á morgun, en hægari og norðlægari norðvestantil seinnipartinn. Víða dálítil væta en yfirleitt þurrt austast.
Hiti 9 til 19 stig, hlýjast austantil.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 8-13 og rigning, jafnvel talsverð rigning um tíma fyrir hádegi. Snýst í suðvestan 5-10 með smáskúrum seinnipartinn. Vestlægari og heldur hægari á morgun. Hiti 9 til 13 stig.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og skúrir, en fer að rigna suðvestantil um kvöldið. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast fyrir austan.
Á föstudag:
Vestlæg átt, 3-10 m/s og víða dálítil rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt austanlands. Hiti víða 9 til 14 stig.
Á laugardag:
Hæg vestlæg eða suðvestlæg átt og skýjað með köflum, en sums staðar væta við suður- og vesturströndina. Milt veður.
Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir hæga vinda og vætu með köflum, en lengst af þurrt norðaustanlands. Áfram milt veður.