Í ljósi ummæla upplýsingafulltrúa Icelandair um aflýsingu fjölda flugferða félagsins til að „laga framboð að eftirspurn“, vilja Neytendasamtökin benda félagmönnum á að aflýsi flugrekandi flugferð með minna en tveggja vikna fyrirvara ber flugrekanda samkvæmt Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega, að greiða farþega staðlaðar skaðabætur sem nema 250€-600€ og fara eftir lengd flugs, auk endurgreiðslu, inneignar eða nýs flugs. Undantekning á því er ef aflýsingu flugs má rekja til óviðráðanlegra aðstæðna.
Neytendasamtökin telja að aðlögun framboðs að eftirspurn falli ekki undir óviðráðanlegar aðstæður og hvetja farþega til að sækja rétt sinn. Sem fyrr aðstoða samtökin félagsmenn sína við það.
Umræða